Áreiðanleikakannanir (KYC): heildstætt kerfi fyrir tilkynningarskylda aðila
Á tilkynningarskyldum aðilum hvílir rík skylda um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka samkvæmt lögum nr. 140/2018. Skulu þessir aðilar framkvæma heildstæðar áreiðanleikakannanir á viðskiptavinum sínum áður en til viðskipta kemur.
Hluthafaskrá.is í samstarfi við Kelduna býður upp á öfluga lausn sem aðstoðar tilkynningarskylda aðila við að framkvæma áreiðanleikakannanir á viðskiptavinum, lögaðilum og einstaklingum, á einfaldan og öruggan hátt.
Kerfið gerir aðilum kleift að standast þau lög sem hvíla á þeim ásamt því að öðlast góða yfirsýn á viðskiptavinum.
Vöktun á lögaðilum
Í sumum tilfellum er ástæða til að fylgjast náið með ákveðnum aðilum vegna aukinnar áhættu sem felst í viðskiptasambandinu. Á Keldunni er hægt að skrá félög í sjálfvirka vöktun og fá tilkynningu þegar nýjar niðurstöður liggja fyrir í ársreikningum, hlutafélagaskráningu eða lögbirtingum.
PEP listi – stjórnmálaleg tengsl
Keldan heldur úti íslenskum PEP lista sem er aðgengilegur tilkynningarskyldum aðilum. Á listanum eru einstaklingar sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu ásamt nánustu fjölskyldu og samstarfsmönnum á síðustu 18 mánuðum.
PEP listinn er einnig aðgengilegur sem vefþjónusta sé þess óskað og skal þá hafa samband við Kelduna.
Fyrir nánari upplýsingar eða skráningu má senda póst á [email protected].