Deila

Keldan: gögn á lægra verði

Með áskrift að Keldunni býðst fyrirtækjum og einstaklingum hagkvæmur aðgangur að víðtæku safni viðskiptaupplýsinga um öll fyrirtæki á Íslandi, öflugum verkfærum til greiningar og vöktunar, ásamt aðgangi að opinberum skrám yfir fasteignir, ökutæki, og hlutafélög svo eitthvað sé nefnt.

Áskriftarleiðin opnar nýjar gagnagáttir sem gerir notendum kleift að taka upplýstar og vel ígrundaðar ákvarðanir út frá réttum upplýsingum. Mánaðargjaldið er aðeins 4.990 kr. +vsk. fyrir ótakmarkaðan aðgang.

Hvað er innifalið í áskrift að Keldunni?

Innslegnar lykiltölur Fjárhagsupplýsingar nær allra fyrirtækja á Íslandi þar sem lykilupplýsingum er safnað og þær gerðar aðgengilegar og læsilegar. Gögn úr ársreikningum yfir 30.000 íslenskra fyrirtækja. Helstu lyklar úr rekstrar-, efnahagsreikningi og sjóðstreymi.

Gögn úr opinberum skrám Opinber gögn á lægra verði. Hlutafélaga-, Fasteigna-, Ökutækja-, og Þjóðskrá, hlutafélagaþátttaka, og lögbirtingar. Þar af, aðgangur að veðböndum, þinglýstum skjölum, eignastöðu einstaklinga og lögaðila, o.s.fv.

Vöktun á fréttum, fyrirtækjum og lögbirtingum Tilkynningar eru sendar þegar fyrirtæki, einstaklingar eða orð og orðasambönd sem skráð eru í vöktun koma fyrir í fréttum, ársreikningaskrá, hlutafélagaskrá eða Lögbirtingablaðinu.

Verðmat fyrirtækja Verðmatsvél Keldunnar er ætlað að sýna virði fyrirtækja sem byggt er á núvirtu áætluðu sjóðstreymi til eilífðar í íslenskum krónum.

Samanburður fyrirtækja Öflugt tól til samanburðar á lykiltölum fyrirtækja. Samanburð er hægt að framkvæma á allt að 10 fyrirtækjum í einu.

Áreiðanleikakannanir KYC kerfið gerir notendum kleift að framkvæma áreiðanleikakannanir á einfaldan hátt og öðlast góða yfirsýn á viðskiptavinum, lögaðilum og einstaklingum. Aðgangur að kerfinu er innifalinn í áskrift að Keldunni.


Áskrift að Keldunni er fyrir alla sem vilja hafa greiðan aðgang að gögnum og upplýsingum á einum stað fyrir sanngjarnt verð.

Hér má skrá sig í áskrift að Keldunni.

Deila