Deila

Fréttavakt Keldunnar: misstu ekki af því sem skiptir máli

Í amstri dagsins getur verið mikil áskorun að fylgja því eftir sem er að gerast í þjóðfélaginu. Fréttavakt Keldunnar er innifalin í áskrift að Keldunni og býður upp á einfalda og skilvirka leið til að fylgjast með fréttaflutningi frá helstu vefmiðlum landsins.

Með Fréttavakt Keldunnar getur þú vaktað allt að 10 orð eða orðasambönd sem tengjast þínum áhugasviðum eða rekstri. Hvort sem um er að ræða umfjöllun um samkeppnisaðila, markaðsþróun, lagabreytingar eða almennar fréttir sem skipta þig eða þitt fyrirtæki máli, þá sendir Fréttavaktin þér tilkynningu í tölvupósti um leið og fréttir birtast sem innihalda orð í vöktun. Þannig getur þú verið með puttann á púlsinum – án þess að þurfa að liggja yfir fréttaflutningi.

Fréttavaktin er öflugt tól fyrir þá sem vilja vera upplýstir og ekki missa af mikilvægri umræðu sem getur haft áhrif á þeirra starfsemi.

Af hverju Fréttavakt Keldunnar?

  • Skilvirkni: Vaktar allar helstu fréttasíður landsins og dregur fram það sem skiptir þig máli.
  • Aðlögunarhæfni: Veldu 10 orð eða orðasambönd sem tengjast þínum þörfum, svo þú getir einbeitt þér að því sem hefur bein áhrif á þitt starf.
  • Tilkynningar í rauntíma: Þegar fréttir tengdar þínum lykilorðum birtast, færðu strax tilkynningu.
  • Tímasparnaður: Þú þarft ekki að eyða tíma í að leita að fréttum – þær koma beint til þín.

Áskrifendur geta þá einnig sett fyrirtæki í vöktun og fá tilkynningu þegar breytingar verða í ársreikningaskrá, hlutafélagaskrá og/eða Lögbirtingablaðinu.

Áskrift að Keldunni er fyrir alla sem vilja hafa greiðan aðgang að gögnum og upplýsingum á einum stað fyrir sanngjarnt verð.


Hér má skrá sig í áskrift að Keldunni.

Deila