Persónuverndarstefna

Kóði ehf., kt. 590109-1420, Borgartúni 25, 105 Reykjavík (“Kóði” eða “við”) leggur sig fram við að hlíta lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd er okkur mikilvæg og gætum við fyllstu varúðar í meðhöndlun á upplýsingum um viðskiptavini.

Þessi persónuverndarstefna lýsir starfsháttum Kóða sem ábyrgðaraðila er varða söfnun, notkun og birtingu persónuupplýsinga einstaklinga sem eiga í viðskiptum við Kóða, tengiliða sem koma fram fyrir hönd lögaðila í viðskiptum og starfsumsækjanda. Þegar Kóði vinnur persónuupplýsingar fyrir viðskiptavini sína sem vinnsluaðili er það gert á grundvelli sérstaks vinnslusamnings þeirra á milli sem tekur á viðeigandi þáttum persónuverndar hverju sinni.

Fyrirspurnum, ábendingum og athugasemdum sem varða persónuupplýsingar eða persónuverndarstefnu þessa má beina á netfangið [email protected].

1. Upplýsingar sem Kóði safnar

Þegar þú heimsækir vefsíðu(r) okkar og/eða stofnar til viðskipta gætum við safnað ákveðnum persónuupplýsingum um þig, þar á meðal en ekki takmarkað við:

  • Nöfn, netföng, símanúmer, kennitölur, heimilisföng, og aðrar tengiliðaupplýsingar.
  • Notkunarupplýsingar eins og IP tölur, tegund vafra, stýrikerfi og heimsóttar vefsíður, safnað sjálfkrafa með vafrakökum og svipaðri tækni.

2. Notkun persónuupplýsinga

Við gætum notað persónuupplýsingarnar sem við söfnum í eftirfarandi tilgangi:

  • Til að bregðast við fyrirspurn, beiðnum eða ábendingum sem sendar eru í gegnum beiðnakerfið okkar.
  • Til að bæta vefsíðu okkar, vörur og þjónustu, þar á meðal að greina stefnur, stauma og óskir notenda.
  • Í kynningar- og/eða markaðsstarfi, svo sem nýjar vörur og tilboð. Viðskiptavinir geta afþakkað markhópapósta með afskráningu í tengli neðst í tölvupóstum.

Kóði skuldbindur sig til að gæta fyllsta trúnaðar um gögn viðskiptavina hvort sem um er að ræða persónugögn eða önnur gögn í eigu viðskiptavina.

3. Miðlun persónuupplýsinga

Kóði kann að miðla upplýsingum til þriðju aðila sem eru ráðnir af fyrirtækinu til að þjónusta Kóða í tengslum við fyrirfram ákveðna vinnu, svo sem þjónustuveitendur í tengslum við upplýsingatækni eða hýsingu. Í þeim tilfellum gerir Kóði vinnslusamning við viðkomandi aðila. Slíkur samningur kveður meðal annars á um skyldu vinnsluaðilans til að fylgja fyrirmælum Kóða um meðferð persónuupplýsinga og er honum óheimilt að nota þær í öðrum tilgangi. Jafnframt ber vinnsluaðila skylda til að tryggja öryggi upplýsinganna með viðeigandi hætti. Í öðrum tilvikum getur einnig verið nauðsynlegt fyrir Kóða að miðla persónuupplýsingum til þriðju aðila, til dæmis þegar skylda stendur til þess samkvæmt lögum.
Samkvæmt persónuverndarlögum er Kóða aðeins heimilt að flytja persónuupplýsingar út fyrir EES ef miðlunin er nauðsynleg, til dæmis til að efna samning og í afmörkuðum tilvikum vegna lögmætra hagsmuna fyrirtækisins. Þá er Kóða aðeins heimilt að miðla slíkum upplýsingum til landa sem tryggja fullnægjandi vernd (að mati framkvæmdastjórnar ESB) eða ef Kóði hefur gert viðeigandi verndarráðstafanir.

4. Vafrakökur

Kóði notar vefkökur í þeim tilgangi að bæta virkni vefsíðna sinna með það að markmiði að bæta þjónustu við notendur. Það er stefna Kóða að nota vefkökur með ábyrgum hætti. Kóði notar vefkökur til að sníða vefsvæði að þörfum notenda t.d. til að vista stillingar notenda, til að vinna tölfræðilegar upplýsingar, til að greina umferð um vefsvæði og í markaðslegum tilgangi. Hægt er að loka á vefkökur með því að breyta stillingum í vafra og þannig draga samþykki fyrir notkun á þeim til baka.

Allar persónuupplýsingar sem kunna að verða til við notkun á vefkökum verða meðhöndlaðar og unnið með í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Kóði lýsir því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en að ofan greinir og þá verða upplýsingarnar ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu.

5. Tenglar þriðju aðila

Vefsíður og eftir atvikum kerfi Kóða kunna að innihalda tengla á aðrar vefsíður eða þjónustu þriðja aðila sem eru ekki starfræktar eða stjórnað af okkur. Þessi persónuverndarstefna gildir eingöngu um vefsíður okkar og við berum ekki ábyrgð á persónuverndarháttum vefsíðna þriðja aðila. Við hvetjum þig til að skoða persónuverndarstefnur allra vefsíðna þriðja aðila sem þú heimsækir.

6. Gagnaöryggi

Kóði leggur mikla áherslu á öryggi við vinnslu og meðferð persónuupplýsinga. Kóði tryggir viðeigandi öryggi, þar með talið með vernd gegn óleyfilegri eða ólögmætri vinnslu og gegn glötun, eyðileggingu eða tjóni fyrir slysni, með viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum. Komi upp öryggisbrestur við meðferð persónuupplýsinga þar sem staðfest er eða grunur leikur á um að persónuupplýsingar hafi komist í hendur óviðkomandi aðila er Persónuvernd og eftir atvikum, einstaklingum tilkynnt um öryggisbrest nema hann hafi ekki í för með sér mikla áhættu fyrir einstaklinga.

7. Réttindi einstaklinga

Í persónuverndarlögum er kveðið á um ýmis réttindi einstaklinga, til að mynda aðgangsrétt, flutningsrétt, rétt til leiðréttingar og eyðingar, og rétt til að andmæla eða takmarka vinnslu persónuupplýsinga. Einstaklingum sem ætla að neyta réttinda sinna er nauðsynlegt að sanna á sér deili. Réttindin geta verið takmörkunum háð, sem leiða meðal annars af lögum, hagsmunum annarra sem upplýsingarnar varða eða mikilvægum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum. Almennt eru beiðnir sem varða framangreind réttindi einstaklingum að kostnaðarlausu. Kóði áskilur sér rétt til þess að innheimta gjald ef farið er fram á afhendingu fleiri en eins afrits af persónuupplýsingum. Kóði áskilur sér einnig rétt til að neita að verða við beiðni sem er augljóslega tilefnislaus eða óhófleg.

8. Breytingar á persónuverndarstefnu

Kóði áskilur sér rétt til að uppfæra eða breyta þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er, og allar breytingar munu taka gildi um leið og uppfærð persónuverndarstefnuna hefur verið birt á þessari síðu. Við hvetjum þig til að skoða persónuverndarstefnu Kóða reglulega fyrir allar uppfærslur.

9. Athugasemdir til Persónuverndar

Ef upp kemur ágreiningur við meðferð persónuupplýsinga á einstaklingur ávallt rétt á því að beina athugasemd til Persónuverndar með tölvupósti á netfangið [email protected].