Arðgreiðsla framundan? Rafræn skil á fjármagnstekjuskatti til RSK
Fyrirtæki geta nú á auðveldan og skilvirkan hátt skilað fjármagnstekjuskatti af arði rafrænt beint til RSK með Hluthafaskra.is.
Í Hluthafaskrá getur stjórnarmaður félags stofnað aðgang og ráðstafað öllum hlutum og deilt aðgangi til annara hluthafa og hagsmunaaðila. Kerfið er hannað til að auðvelda félögum allt utanumhald sem tengist skiptingu og skráningu sinna hluta.
Með því að halda skrá yfir hluti á Hluthafaskra.is er skilvirkni hámörkuð við geymslu á nauðsynlegum upplýsingum um hluthafa og vinnu við breytingar á hlutum félags. Lögum samkvæmt ber félögum að halda uppfærða hluthafaskrá sem er aðgengileg öllum stundum.
Með Hluthafaskra.is geta notendur meðal annars skilað hlutafjármiðum, og nú skráð og skilað afdregnum fjármagnstekjuskatti af arði rafrænt til RSK.
Skil á fjármagnstekjuskatti af arði
Arðgreiðslur eru fyrst skráðar í Hluthafaskrá með skráningu heildarupphæðar, arðréttindadegi og arðgreiðsludegi fyrir hvern flokk áður en greiðslum er skipt niður á hluthafa. Staðgreiðsla af arði er reiknuð miðað við hlutfall fjármagnstekjuskatts og skilað til ríkisskattstjóra með einfaldri aðgerð.
Áskriftaleiðir Hluthafaskrár eru gjaldfrjálsar til áramóta, en nánari upplýsingar og skráningarform má nálgast á Hluthafaskra.is eða á [email protected]