Kóði
Kóði er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki með sérþekkingu á fjármálasviði og þróar fjártæknilausnir fyrir sérfræðinga á fjármálamarkaði.
Þekking veit á verðmæti
Fjártæknifyrirtækið Kóði ehf. var stofnað af þremur félögum og forriturum í ársbyrjun 2009 - skömmu eftir fall íslenska bankakerfisins.
Áður en þeir hófu vegferð sína saman höfðu þeir allir starfað um árabil við hugbúnaðarþróun hjá íslenskum bönkum og upplifað frá fyrstu hendi hversu gríðarmikilvæg áreiðanleg og nákvæm gögn eru í allri ákvarðanatöku á markaði.
Fyrsta verkefni Kóða var að smíða pantana- og tilboðakerfi fyrir íslensk fjármálafyrirtæki. Kerfið fékk nafnið KODIAK Oms og fór fyrsta útgáfan í loftið 2010. Með því gátu verðbréfamiðlarar sent pantanir á kauphöllina og fylgst með markaðnum í rauntíma.
Vöruframboð Kóða ehf. er alltaf að stækka með nýsköpun og þróun, en aðaláherslan er sem fyrr að bæta ákvarðanir í íslensku viðskiptalífi með þróun lausna sem byggja á vönduðum gögnum og vinnslu þeirra.
Nafnið KODIAK kemur frá eyju í Alaska en þar býr Kodiak björninn.
Kóði ehf. var stofnað í miklum “bear market” á eyju í Norður-Atlantshafi. Og fyrstu fjórir stafirnir í KODIAK mynda einmitt orðið Kóði.
Starfsfólk
Viðskiptavinir Kóða eru fjármálafyrirtæki, rekstraraðilar, stofnanir og fjárfestar
-
0
Skráðir notendur
-
0
Fyrirtæki í þjónustu
-
0
Vörur í boði
Vilt þú starfa í hópi sérfræðinga sem hafa ástríðu fyrir fallegum kóða?
Við erum ávalt að leita eftir góðu fólki sem gæti styrkt hópinn okkar.
Athugið að nauðsynlegt er að fylla út stjörnumerkta reiti.