Deila

Áreiðanleikakannanir (KYC) – kerfi fyrir tilkynningaskylda aðila

Hluthafaskrá og Keldan hafa sett í loftið nýtt kerfi til utanumhalds og framkvæmdar áreiðanleikakannana. Kerfið (kallað KYC „Know your customer“) er í senn bæði einfalt og skilvirkt og stenst þau lög sem tilkynningaskyldir aðilar [svo sem bókhalds- og lögfræðistofur] falla undir um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Notendur geta framkvæmt áreiðanleikakannanir á einfaldan hátt og öðlast góða yfirsýn á viðskiptavinum í samræmi við gildandi lög og án mikillar fyrirhafnar.

Hvernig virkar kerfið?

:face_with_monocle: Góð yfirsýn

Haldið utanum alla viðskiptavini á einum stað og sjálfvirk áminning þegar þörf er á nýrri könnun. Allar aðgerðir eru skráðar og aðgengilegar gagnvart eftirlitsaðilum.

:receipt: KYC skýrsla sótt

Skýrsla sótt úr Hlutafélagaskrá [til RSK] með gildandi skráningu og raunverulegum eigendum, fyrir hvert félag eða mörg í einu.

:pencil: Könnun send

Spurningalisti sendur út á tengilið félags sem skráir sig inn með rafrænum skilríkjum. Aðgerð framkvæmd fyrir hvert félag eða mörg í einu.

:warning: Áhættumat skráð

Áhættumat skráð með litakóðun og athugasemdum þegar öll gögn liggja fyrir, fyrir hvert félag eða mörg í einu.

Hér má finna notandahandbók og fyrir nánari upplýsingar eða skráningu má senda póst á [email protected].

Deila