Deila

Keldan: öflugt samanburðartól á fyrirtækjum

Einfaldur samanburður á lykiltölum fyrirtækja getur verið verðmætur þegar meta á hver staða þeirra er miðað við önnur íslensk fyrirtæki. Þannig er til að mynda hægt að átta sig á umfangi eins félags miðað við önnur í sömu atvinnugrein.

Með áskrift að Keldunni fylgir öflugt tól til að bera saman allt að 10 fyrirtæki í einu þar sem lykiltölur eru bornar saman á skipulegan hátt. Niðurstöður skila staðlaðri skýrslu með töflum, skífu- og súluritum. Áskrifendur geta framkvæmt samanburð ótakmarkað án endurgjalds.

Framkvæma samanburð

Til að framkvæma samanburð er fyrst farið í fyrirtækjaleit Keldunnar og fyrirtæki valið til skoðunar. Neðarlega á síðu fyrirtækisins er samanburðurinn staðsettur og smellt „Nýr samanburður“. Næst er að velja önnur fyrirtæki til samanburðar. Svipuð fyrirtæki birtast fyrir neðan sem tillaga en einnig er hægt er að nota leitargluggann við töfluna „Fyrirtæki í samanburð“ til að velja fyrirtæki.

Niðurstöður samanburðar

Niðurstöður bera saman rekstur og efnahag valinna fyrirtækja síðastliðin tvö ár.

Áskrift að Keldunni

Með áskrift að Keldunni færð þú aðgengilegar og læsilegar fjárhagsupplýsingar um yfir 30 þúsund íslensk fyrirtæki.

Mánaðargjald fyrir áskrift að Keldunni er aðeins 4.900 kr. +vsk fyrir allt að 4 notendur.

INNSLEGNAR LYKILTÖLUR ÚR ÁRSREIKNINGUM

Gögn úr ársreikningum yfir 30.000 íslenskra fyrirtækja. Helstu lyklar úr rekstrar- og efnahagsreikningi og sjóðstreymi fyrirtækja. Ótakmarkaðar flettingar innifaldar.

HELSTU OPINBERU SKRÁR Á LÆGRA VERÐI

Ársreikninga- og fyrirtækjaskrá RSK, Fasteignaskrá og verðvísir fasteigna, Ökutækjaskrá, Þjóðskrá og aðild einstaklinga ásamt Lögbirtingablaðinu.

SAMANBURÐUR FYRIRTÆKJA

Öflugt greiningartól til samanburðar á lykiltölum fyrirtækja. Berðu saman allt að 10 fyrirtæki í einu.

VÖKTUN Á FYRIRTÆKJUM

Engin takmörk á fjölda fyrirtækja í vakt. Fáðu tilkynningar ef breytingar verða á niðurstöðum í ársreikningum, fyrirtækjaskrá eða lögbirtingum.

Deila