Deila

Keldan: Sérsniðið verðmat á fyrirtækjum

Keldan býður upp á verðmats þjónustu fyrir fjárfesta, fyrirtækjaeigendur og sérfræðinga sem þurfa áreiðanlegar upplýsingar og skýrslugerð um raunvirði fyrirtækja.

Verðmats þjónusta Keldunnar er sniðin að þörfum kaupanda og miðar að því að tryggja upplýsta ákvörðun um kaup og sölu fyrirtækja, og að slík viðskipti grundvallist á traustum og gagnreyndum upplýsingum. Keldan skipar þaulreyndu starfsfólki með aðgengi að víðtækum gagnasöfnum, greiningartólum og nýjustu markaðsgögnum.

Gögn fyrir verðmat

Eftir að verðmat er pantað gefst kaupanda kostur á að skila inn:

  • Tekjuáætlun fyrirtækisins til 5 ára.
  • Kostnaðaráætlun fyrirtækisins til 5 ára.
  • Fjárfestingarþörf fyrirtækis til 5 ára.

Ef ofangreind gögn eru ekki til staðar gæti það bitnað á nákvæmni verðmatsins og mögulega gefið lakari mynd af verðmætinu.

Innifalið í sérsniðnu verðmati

Keldan skilar frá sér verðmati fyrirtækisins sem óskað var eftir og forsendum þess ásamt eftirfarandi gögnum:

  • Sjóðstreymisverðmat
  • Markaðssamanburði
  • Næmnigreiningu
  • Markhópalista frá Keldunni fyrir ÍSAT grein fyrirtækisins
  • Gögn á PDF og Excel formi

Verð: 590.000 kr. án vsk.

Hér er hægt að panta sérsniðið verðmat.

Deila