Keldan: þinglýst skjöl aðgengileg áskrifendum
Þinglýst skjöl eru nú aðgengileg áskrifendum Keldunnar, en Keldan miðlar upplýsingum úr þinglýsingarhluta og fasteignahluta fasteignaskrár samkvæmt samningi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Áskrifendur hafa aðgang að upplýsingum um fasteignir í fasteignaskrá og nú einnig afriti af skjölum sem hafa verið þinglýst á eignir. Leitarskilyrði eru ýmist fastanúmer, landnúmer, eða götuheiti.
Með leit eftir fasteign kallar notandi fram lista yfir öll þau skjöl sem þinglýst hafa verið á viðkomandi eign. Þá er hvert þinglýst skjal sótt sem skannað PDF skjal. Verð eru samkvæmt verðskrá.
Óska þarf sérstaklega eftir aðgangi að þinglýstum skjölum og er hægt að hafa samband við þjónustuborð Keldunnar til þess. Áskrifandi [og notendur hans] skulu staðfesta sérstaklega að aðgangur að þinglýstum skjölum sé nauðsynlegur starfs hans vegna, og færa skal rök fyrir því.
Áskrift að Keldunni
Með áskrift að Keldunni færð þú aðgengilegar og læsilegar fjárhagsupplýsingar um yfir 30 þúsund íslensk fyrirtæki. Mánaðargjald fyrir áskrift að Keldunni er aðeins 4.990 kr. +vsk fyrir allt að 4 notendur.
INNSLEGNAR LYKILTÖLUR
Gögn úr ársreikningum yfir 30.000 íslenskra fyrirtækja. Helstu lyklar úr rekstrar- og efnahagsreikningi og sjóðstreymi fyrirtækja. Ótakmarkaðar flettingar innifaldar.
VÖKTUN Á FRÉTTUM OG FYRIRTÆKJUM
Fáðu tilkynningar ef breytingar verða á niðurstöðum í ársreikningum, fyrirtækjaskrá eða lögbirtingum.
FRÉTTAVAKT
Allt að 10 orð í vöktun og tilkynning send þegar þau koma fyrir í fréttum.
HELSTU OPINBERU SKRÁR
Ársreikninga- og fyrirtækjaskrá RSK, aðild einstaklinga, Fasteignaskrá, verðvísir fasteigna og þinglýst skjöl, Ökutækjaskrá, Þjóðskrá og Lögbirtingablaðið.
SAMANBURÐUR FYRIRTÆKJA
Öflugt greiningartól til samanburðar á lykiltölum fyrirtækja. Berðu saman allt að 10 fyrirtæki í einu.
VERÐMAT FYRIRTÆKJA
Virði íslenskra fyrirtækja byggt á núvirtu áætluðu sjóðstreymi eða EBITDA.
Hér má skrá sig í áskrift að Keldunni.
Sjá einnig: Verðmat á íslenskum fyrirtækjum