Deila

Kennitölur – nýtt á Keldunni

Á fyrirtækjayfirliti Keldunnar er að finna innslegna ársreikninga nær allra félaga á Íslandi. Lykiltölur úr rekstar- og efnahagsreikningi, ásamt sjóðstreymi eru settar fram á þann hátt að áskrifendur geta greint rekstur, efnahag og arðsemi félaga á einfaldan hátt.

Þessu til viðbótar hefur kennitölum nú verið bætt við gagnasafnið. Kennitölur eru lykilmælikvarðar sem sérfræðingar nota til að meta efnahagslega stöðu og horfur fyrirtækis. Með þessari nýju viðbót geta áskrifendur Keldunnar nú nálgast þessar upplýsingar á fljótlegan og aðgengilegan hátt.

Áskrift að Keldunni opnar nýjar gagnagáttir sem gerir notendum kleift að taka upplýstar og vel ígrundaðar ákvarðanir út frá réttum upplýsingum. Mánaðargjaldið er aðeins 5.490 kr. +vsk. fyrir allt að 4 notendur með ótakmarkaðan aðgang.

Hér má skrá sig í áskrift að Keldunni.

Deila