Deila

Kóði hlýtur ISO/IEC 27001:2022 vottun

Við hjá Kóða ehf. erum stolt af því að tilkynna að við höfum hlotið ISO/IEC 27001:2022 vottun. Vottunin, sem snýr að upplýsingaöryggi (ISMS) í stjórnunarkerfinu okkar, nær yfir alla okkar starfsemi, hugbúnað, þjónustu og lausnir í fjártækni.

Vottunin var veitt af Prescient Security LLC, alþjóðlegu vottunar- og upplýsingaöryggisfyrirtæki, þann 21. mars sl. Hún staðfestir að Kóði uppfylli kröfur ISO/IEC 27001:2022 staðalsins um skipulagt, stöðugt og skilvirkt kerfi um upplýsingaöryggi.

„ISO 27001 vottunin staðfestir þá skýru skuldbindingu okkar hjá Kóða að vernda viðkvæmar upplýsingar með markvissum, alþjóðlega viðurkenndum öryggisreglum. Vottunin eykur traust viðskiptavina, styður við lagakröfur, dregur úr áhættu á gagnaleka og styrkir samkeppnisstöðu okkar á markaði. Með því að auka öryggi í daglegum rekstri byggjum við upp ábyrgðarmenningu og hvata til stöðugra umbóta.“
— Örn Þórðarson, tæknistjóri Kóða

Deila