Opið fyrir skil á hlutafjármiðum til RSK
Opið er fyrir félög að skila inn hlutafjármiðum til skattyfirvalda fyrir nýliðið ár, en skilatímabil hlutafjármiða er 1.-20. janúar 2025.
Hluthafaskra.is býður fyrirtækjum og þjónustuaðilum að skila hlutafjármiðum í gegnum kerfið beint til RSK á einfaldan og skilvirkan hátt. Kerfið býr til hlutafjármiða út frá hluthafaskrá félagsins og arðgreiðslum við lok tekjuársins.
Ef utanumhald er rétt og færslur uppfærðar við lok árs geta þjónustuaðilar skilað inn hlutafjármiðum allra viðskiptavina í einu, beint til RSK
Frekari leiðbeiningar má finna í notendahandbókum um skil á hlutafjármiðum, fyrir stakt fyrirtæki eða þjónustuaðila margra fyrirtækja.
Einnig má hafa samband á [email protected].