Safnaðu áskriftum í hluta- og skuldabréfaútboð á einfaldan hátt.
Öflugt kerfi fyrir útboð
Stór hlutafjárútboð þurfa öflug skráningarkerfi sem standast ítrustu kröfur.
Með IPO.is geta fjármálafyrirtæki stillt upp hlutafjár- og skuldabréfaútboðum og safnað áskriftum frá almenningi og fagaðilum á netinu.
Takmörkun áskrifenda
Með útboðskerfinu er hægt að skilgreina lista yfir þá sem ekki mega taka þátt í útboði, til dæmis innherja. Skilgreina má slíka lista með ýmsum hætti, til dæmis hvað varðar tímasetningu áskriftarskráningar.
Fjöldaskráning áskrifta
Í stórum útboðum er nauðsynlegt að geta boðið fjöldaskráningu. Kerfið bakvið IPO.is gerir sjálfvirka villuprófun á slíkum skráningum, sem leiðir meðal annars í ljós hvort kennitölur eru réttar, nöfn stemma við Þjóðskrá og hvort áskrifendur eru á lokuðum lista.
Hluthafalistar og kaupréttur
Útboðsaðilar hafa kost á því að skilgreina sérstaka kaupréttarlista yfir einstaklinga, gjarnan hluthafa, sem hafa forgang (kauprétt) í útboð.
Þeir hafa þá ákveðinn frest til þess að tryggja sér hluti á undan öðrum kaupendum. Hinir sömu geta framselt rétt sinn til annarra hyggist þeir ekki nýta hann.
Helstu kostir IPO
- IPO.is skalast sjálfkrafa þegar vefumferð er mikil.
- Enga forritun þarf til að setja upp ný útboð.
- Styður margar tegundir af útboðum.
- Einfalt og sveigjanlegt í notkun.
- Styður við tilhlýðileikamat ef þarf.
- Fullkominn rekjanleiki allra aðgerða.
Útboðskerfið hefur verið í þróun í nokkur ár og komin góð reynsla á notkun kerfisins. Mörg af stærstu útboðum síðustu ára á Íslandi hafa farið í gegnum IPO.is.
Fyrir hverja er IPO?
Fyrir fjármála- og einkafyrirtæki sem vilja safna áskriftum í opin eða lokuð útboð.
Hafðu samband
Hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt fá kynningu á kerfi IPO.is.
Hafðu sambandNánar um IPO
IPO.isHelstu eiginleikar IPO.is
IPO.is styður margar tegundir útboða og ræður við mörg útboð á sama tíma.
Hægt er að skilgreina lista yfir þá sem ekki mega taka þátt í útboði, til dæmis innherja.
Allar aðgerðir eru vandlega skráðar og rekjanlegar.
IPO.is er einfalt í uppsetningu og notkun fyrir umsjónaraðila.
Útboðsaðilar geta skilgreint lista yfir einstaklinga, gjarnan hluthafa, sem hafa forgang í útboði.
Kerfi IPO.is býður upp á ítarlega notendastýringu og skilgreiningu réttinda.
Hafa samband
Ertu með spurningu eða viltu nánari upplýsingar eða kynningu á IPO.is? Sérfræðingar Kóða taka vel á móti öllum fyrirspurnum.
Athugið að nauðsynlegt er að fylla út stjörnumerkta reiti.
Fleiri spennandi lausnir
-
KODIAK Dma
Beinn markaðsaðgangur
Með KODIAK Dma tengist KODIAK Pro við Kauphöll.
skoða nánar -
KODIAK Sigti
Eftirlit með verðbréfaviðskiptum
Markaðsvöktun og eftirlit með viðskiptum.
skoða nánar -
KODIAK MiFID II
MiFID 2.0
Mat á hæfi og tilhlýðileika viðskiptavina með KODIAK MiFID II.
skoða nánar -
KODIAK Oms
Verðbréfakerfi
Heildstæð viðskiptalausn fyrir verðbréfafyrirtæki.
skoða nánar