Mat á hæfi og tilhlýðileika viðskiptavina með KODIAK MiFID II.
Nákvæm saga, niðurstöður mats og rekjanleiki skráninga
Nýlegar breytingar á Evrópureglugerð (MiFID II) er ætlað að auka gagnsæi í viðskiptum og skerpa á fjárfestavitund.
MiFID II gerir auknar kröfur til verðbréfafyrirtækja til mats á því hvort vara eða þjónusta sé tilhlýðileg fyrir viðskiptavini.
KODIAK MiFID II metur nákvæmlega flokkun viðskiptavina fjármálafyrirtækja hvað varðar tilhlýðileika og hæfi, og leggur til vörur sem hæfa hverjum og einum.
Einstaklingar og lögaðilar
Í KODIAK MiFID II eru viðskiptavinir skilgreindir ýmist sem einstaklingar eða lögaðilar, sem geta verið almennir fjárfestar eða fagfjárfestar. Lögaðilar geta að auki verið viðurkenndir gagnaðilar.
Tilhlýðileika- og hæfismat
KODIAK MiFID II heldur utan um spurningalista fyrir tilhlýðileikamat og hæfismat, sem er forsenda flokkunar á viðskiptavinum.
Í tilhlýðileikamati er þekking og reynsla viðskiptavinar metin. Í hæfismati er hins vegar lagt mat á fjárhagslega stöðu, markmið, áhættusækni og fjárfestingartíma viðskiptavinar.
Matið birtist í skýrslu sem sýnir hvaða vöruflokkar hæfa viðskiptavini miðað við þekkingu hans og reynslu.
Allar aðgerðir rekjanlegar
KODIAK MiFID II skráir nákvæmlega breytingasögu viðskiptavinar frá fyrstu skráningu, til dæmis spurningalista vegna nýs mats á hæfi, uppfærslur á flokkum og breytingar á samningum.
Umboðsmenn
Fyrir lögaðila þarf að skilgreina umboðsmenn, sem svara spurningalistum fyrir hans hönd í kerfinu. Einstaklingur getur verið umboðsmaður fyrir fleiri
en einn lögaðila.
Helstu kostir KODIAK MiFID II
- Ítarlegt mat á tilhlýðileika og hæfi viðskiptavina verndar viðskiptavini og tryggir hlítni við lög.
- Allar aðgerðir og breytingar eru vandlega skráðar og rekjanlegar ef þörf er á.
- Bætt þjónusta við viðskiptavini með betri ráðgjöf um fjárfestingakosti.
- Öruggar API tengingar við netbanka og önnur kerfi tryggir hnökralausa virkni.
Fyrir hverja er KODIAK MiFID II?
Fjármálafyrirtæki, eignastýringu, fjárfestingaráðgjöf, miðlun, framlínustarfsfólk, bakvinnslu og regluvörslu.
Hafðu samband
Hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt kynna þér kerfið betur.
Hafðu sambandNotendaþjónusta og handbækur
NotendahandbókHelstu eiginleikar KODIAK MiFid II
Kerfið leggur til vörur sem hæfa hverjum viðskiptavini samkvæmt hæfismati.
Flokkun viðskiptavina í viðeigandi hæfisflokka samkvæmt MiFID II.
Kerfið heldur utan um samninga viðskiptavina og allar uppfærslur á þeim.
Kerfið gerir greinarmun á lögaðilum og einstaklingum.
Hægt er að halda utan um hvers kyns spurningalista meðal annars AML spurningalista.
Svör í hæfi- og tilhlýðileikamati eru birt í skýrslu, þar sem einnig mælt með vörum við hæfi.
Kerfið heldur utan um MiFID sögu viðskiptavina og allar aðgerðir eru skráðar og rekjanlegar ef til úttektar kemur.
Kerfið tengist netbönkum og öðrum kerfum með öruggum API tengingum.
Hafðu samband
Ertu með spurningu eða viltu nánari upplýsingar um KODIAK MiFID II? Sérfræðingar Kóða taka vel á móti öllum fyrirspurnum.
Athugið að nauðsynlegt er að fylla út stjörnumerkta reiti.
Fleiri spennandi lausnir
-
KODIAK Dma
Beinn markaðsaðgangur
Með KODIAK Dma tengist KODIAK Pro við Kauphöll.
skoða nánar -
KODIAK Oms
Verðbréfakerfi
Heildstæð viðskiptalausn fyrir verðbréfafyrirtæki.
skoða nánar -
KODIAK Pro
Markaðsgögn fyrir Windows
Fáðu rauntíma markaðsgögn frá Nasdaq OMX, söguleg verð, gröf, yfirlit yfir sjóði, gjaldmiðla og margt fleira.
skoða nánar -
KODIAK Matching Engine
Kauphallarkerfi
Pörunarhugbúnaður fyrir markaðsaðila.
skoða nánar